miðvikudagur, maí 20, 2009

Pokabísarar

Stóð við kassann í Bónus og bað um tvo poka fyrir varninginn. Á meðan vörurnar rúlluðu sína salíbunu sá ég útundan mér virðuleg hjón um sextugt standa við borðendann og raða vörum í plastpoka. Ég var búin að troða í annan pokann þegar Hjálmar kom aðvífandi og bað ég hann um að setja í hinn pokann á meðan ég borgaði. Þá kom í ljós að annar pokinn "minn" var horfinn. Hjálmar sagðist hafa séð eldri manninn taka tóma pokann, vöðla honum saman og setja í yfirfullan plastpokann sinn.

Sem sagt. Eldri virðuleg hjón, ríkmannlega til fara, ganga laus og stela frá ykkur plastpokum. Maðurinn er eins og endurskoðandi í framan. Þegar síðast sást til konunnar var hún í köflóttum jakka og með Louis Vuitton hliðartösku.

Engin ummæli: