laugardagur, maí 02, 2009

Einkadans

Smá lurða í mér, sennilega N1 flensan, sem er víst jafn hættuleg og aðrar flensur. Lét heimsfaraldurinn ekki hindra mig í að hitta stórskemmtilegar konur í gærkvöld á veitingabarstaðnum Brons. Þar fundum við upp nýjan samkvæmisleik. Að hringja í öll númer sem þú veist engin deili á, í minninu á farsímanum þínum, og spyrja hvern andskotann ókunnugt fólk sé að þvælast í þínum einkasíma. Veit ekki með ykkur, en ég er með fullt af nöfnum í mínum síma sem eru í laginu eins og feit spurningamerki.

Hjálmar kom heim áðan uppfullur af þessu kátíni sem hlauparar fá víst í kroppinn. Fáklæddur sýndi hann mér tæ tsí og diskó-hipphopp í eldhúsinu, og síðan tók við vandaður flutningur af hláturjóga.

Mætti segja að ég væri vel sambýld.

Engin ummæli: