mánudagur, maí 25, 2009

Ísfregn

Var að uppgötva, mér til hrellingar, að ég hef borðað ís á hverjum degi í heila viku. Hvað eru mörg err í því?

Ís er góður, ís er kaldur, ís er gómsætur, ís er ljúffengur, ís er svalandi, ís fer í hólf í maganum sem heitir ístra.

Smakkaði um daginn í fyrsta skipti "gamla ísinn" í ísbúðinni á Hagamel. Hann var hreint ágætur. Biðröðin, hins vegar, var alveg skelfilega löng, allir norpandi og skjálfandi í ísköldu sólskini. Glamrandi tennur og munnherkjur.

Baun segir ís-ís-ís, ís-ís segir baun.

Engin ummæli: