fimmtudagur, maí 28, 2009

Bólgið verð

Ég er ekki óhress í sjálfu sér með að álögur á vín og tóbak hækki. Ég get mögulega sætt mig við aukna skattheimtu af bensínsölu. En ég er ekki ánægð með afleiðingarnar sem þetta hefur á verðbólgu og vísitölu. Djöfull sem það er súrt, óréttlátt, fáránlegt, heimskulegt, vont, ljótt, andstyggilegt, viðbjóðslegt, ömurlegt og glatað.

Ef allir hætta að reykja, er það gott eða slæmt fyrir fjárhag ríkisins?

Engin ummæli: