fimmtudagur, maí 21, 2009

Miðaldragreiðsla óskast

Var í afmælisboði um daginn og hitti konu sem ég hef þekkt frá því ég var lítil skotta í Kópavoginum. Við sjáumst sjaldan, en hún er systir æskuvinkonu minnar. Þessi ágæta kona lét orð falla sem mér varð svolítið um að heyra. Sagði nefnilega að ég væri með alveg sömu klippinguna og þegar ég var stelpa.

Ég hef sossum verið með bæði stutt og sítt hár í áranna rás, en er sjálfsagt orðin föst í einhverri fermingargreiðslu. Það er kominn tími til að gera eitthvað róttækt í málunum, fjandakornið.

Tillögur?

Engin ummæli: