Ég er ekki óhress í sjálfu sér með að álögur á vín og tóbak hækki. Ég get mögulega sætt mig við aukna skattheimtu af bensínsölu. En ég er ekki ánægð með afleiðingarnar sem þetta hefur á verðbólgu og vísitölu. Djöfull sem það er súrt, óréttlátt, fáránlegt, heimskulegt, vont, ljótt, andstyggilegt, viðbjóðslegt, ömurlegt og glatað.
Ef allir hætta að reykja, er það gott eða slæmt fyrir fjárhag ríkisins?
fimmtudagur, maí 28, 2009
þriðjudagur, maí 26, 2009
Forfeður láta í sér heyra
Fann þetta í eldgömlu Ísafold, fyrir sjóndapra þá upplýsist að textinn hljóðar svo:
Hjer með auglýsist, að jeg undirskrifaður veiti hjeðan engum ókunnugum nokkurn greiða, hvorki næturgisting nje annað, öðruvísi en fyrir borgun.
Þessi höfðingi var langalangafi minn. Merkilegt að hann hafi ekki orðið ríkur, kannski eyddi hann öllum aurunum sínum í undarlegar auglýsingar í blöðum.
Annars er það helst að frétta að ég fór í leigubíl í dag og bílstjórinn sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði fyrir nokkru verið alveg staurblindur, en svo hefði sjónin lagast fyrir kraftaverk "læknaliðs", eins og hann orðaði það. Hann var með grunsamlega þykk gleraugu og mig dreplangaði að spyrja hvort hann hefði læknast í alvöru alvöru. Manni bregður dálítið þegar ökumaður minnist á eigin blindu, í beinu framhaldi af fyrirsjáanlegu spjalli um veðrið.
Hjer með auglýsist, að jeg undirskrifaður veiti hjeðan engum ókunnugum nokkurn greiða, hvorki næturgisting nje annað, öðruvísi en fyrir borgun.
Grímsstöðum á Mýrum 22.júní 1884.
Níels Eyjólfsson.
Níels Eyjólfsson.
Þessi höfðingi var langalangafi minn. Merkilegt að hann hafi ekki orðið ríkur, kannski eyddi hann öllum aurunum sínum í undarlegar auglýsingar í blöðum.
Annars er það helst að frétta að ég fór í leigubíl í dag og bílstjórinn sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði fyrir nokkru verið alveg staurblindur, en svo hefði sjónin lagast fyrir kraftaverk "læknaliðs", eins og hann orðaði það. Hann var með grunsamlega þykk gleraugu og mig dreplangaði að spyrja hvort hann hefði læknast í alvöru alvöru. Manni bregður dálítið þegar ökumaður minnist á eigin blindu, í beinu framhaldi af fyrirsjáanlegu spjalli um veðrið.
mánudagur, maí 25, 2009
Ísfregn
Var að uppgötva, mér til hrellingar, að ég hef borðað ís á hverjum degi í heila viku. Hvað eru mörg err í því?
Ís er góður, ís er kaldur, ís er gómsætur, ís er ljúffengur, ís er svalandi, ís fer í hólf í maganum sem heitir ístra.
Smakkaði um daginn í fyrsta skipti "gamla ísinn" í ísbúðinni á Hagamel. Hann var hreint ágætur. Biðröðin, hins vegar, var alveg skelfilega löng, allir norpandi og skjálfandi í ísköldu sólskini. Glamrandi tennur og munnherkjur.
Baun segir ís-ís-ís, ís-ís segir baun.
Ís er góður, ís er kaldur, ís er gómsætur, ís er ljúffengur, ís er svalandi, ís fer í hólf í maganum sem heitir ístra.
Smakkaði um daginn í fyrsta skipti "gamla ísinn" í ísbúðinni á Hagamel. Hann var hreint ágætur. Biðröðin, hins vegar, var alveg skelfilega löng, allir norpandi og skjálfandi í ísköldu sólskini. Glamrandi tennur og munnherkjur.
Baun segir ís-ís-ís, ís-ís segir baun.
sunnudagur, maí 24, 2009
Blessuð blíðan í Cannes
Æ, ég veit það ekki. Fréttir eru ofmetnar. Peningar líka.
Fyrirgefið fáfræðina en er flott að vera í grænum stígvélum við þennan kjól?
Það flökrar ekki að mér að svona fólk steli plastpokum.
Fyrirgefið fáfræðina en er flott að vera í grænum stígvélum við þennan kjól?
Það flökrar ekki að mér að svona fólk steli plastpokum.
fimmtudagur, maí 21, 2009
Miðaldragreiðsla óskast
Var í afmælisboði um daginn og hitti konu sem ég hef þekkt frá því ég var lítil skotta í Kópavoginum. Við sjáumst sjaldan, en hún er systir æskuvinkonu minnar. Þessi ágæta kona lét orð falla sem mér varð svolítið um að heyra. Sagði nefnilega að ég væri með alveg sömu klippinguna og þegar ég var stelpa.
Ég hef sossum verið með bæði stutt og sítt hár í áranna rás, en er sjálfsagt orðin föst í einhverri fermingargreiðslu. Það er kominn tími til að gera eitthvað róttækt í málunum, fjandakornið.
Tillögur?
Ég hef sossum verið með bæði stutt og sítt hár í áranna rás, en er sjálfsagt orðin föst í einhverri fermingargreiðslu. Það er kominn tími til að gera eitthvað róttækt í málunum, fjandakornið.
Tillögur?
miðvikudagur, maí 20, 2009
Pokabísarar
Stóð við kassann í Bónus og bað um tvo poka fyrir varninginn. Á meðan vörurnar rúlluðu sína salíbunu sá ég útundan mér virðuleg hjón um sextugt standa við borðendann og raða vörum í plastpoka. Ég var búin að troða í annan pokann þegar Hjálmar kom aðvífandi og bað ég hann um að setja í hinn pokann á meðan ég borgaði. Þá kom í ljós að annar pokinn "minn" var horfinn. Hjálmar sagðist hafa séð eldri manninn taka tóma pokann, vöðla honum saman og setja í yfirfullan plastpokann sinn.
Sem sagt. Eldri virðuleg hjón, ríkmannlega til fara, ganga laus og stela frá ykkur plastpokum. Maðurinn er eins og endurskoðandi í framan. Þegar síðast sást til konunnar var hún í köflóttum jakka og með Louis Vuitton hliðartösku.
Sem sagt. Eldri virðuleg hjón, ríkmannlega til fara, ganga laus og stela frá ykkur plastpokum. Maðurinn er eins og endurskoðandi í framan. Þegar síðast sást til konunnar var hún í köflóttum jakka og með Louis Vuitton hliðartösku.
föstudagur, maí 15, 2009
Keðjusagartrjámorðinginn, brumm brumm og bókarýni hin minni
Það er maður úti í garði að saga niður öll tré sem fyrir honum verða. Ég held hann geti ekki hætt.
Í dag hjólaði ég í vinnuna, allar afsakanir uppurnar. Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að lygilega margar brekkur eru upp í mót, en fáar niðrímót. Og Miklabrautin er óárennileg hindrun á leiðinni í vinnuna, beljandi stórfljót, hávaði, mengun og svifryk. Er hálf hrædd við hana. Bílar eru ógnvekjandi fyrirbæri, skil ekki hvað fólk sér við þá annað en praktíkina. Að vera með bíladellu er fyrir mér eins og að vera með brennandi áhuga á klósettpappír. Eða tja, kannski skiljanlegt að einhverjum þyki gaman að bílum, það heyrist brumm brumm í þeim og þeir geta verið fallegir á litinn. Svona er ég víðsýn.
Nú er ég nýbúin að lesa Konur eftir Steinar Braga og þótti hún örlítið óþægileg, en alls ekki fram úr hófi ógeðsleg eða hneykslanleg. Það var búið að vara mig svo við bókinni að ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum. Mér þótti Himnaríki og helvíti, eftir Jón Kalman Stefánsson, miklu sterkara verk.
Lifið heil og passið ykkur á bílunum.
Í dag hjólaði ég í vinnuna, allar afsakanir uppurnar. Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að lygilega margar brekkur eru upp í mót, en fáar niðrímót. Og Miklabrautin er óárennileg hindrun á leiðinni í vinnuna, beljandi stórfljót, hávaði, mengun og svifryk. Er hálf hrædd við hana. Bílar eru ógnvekjandi fyrirbæri, skil ekki hvað fólk sér við þá annað en praktíkina. Að vera með bíladellu er fyrir mér eins og að vera með brennandi áhuga á klósettpappír. Eða tja, kannski skiljanlegt að einhverjum þyki gaman að bílum, það heyrist brumm brumm í þeim og þeir geta verið fallegir á litinn. Svona er ég víðsýn.
Nú er ég nýbúin að lesa Konur eftir Steinar Braga og þótti hún örlítið óþægileg, en alls ekki fram úr hófi ógeðsleg eða hneykslanleg. Það var búið að vara mig svo við bókinni að ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum. Mér þótti Himnaríki og helvíti, eftir Jón Kalman Stefánsson, miklu sterkara verk.
Lifið heil og passið ykkur á bílunum.
mánudagur, maí 11, 2009
Hægðir og séra hægðir
harðlífi abbendi, afbendi, hægðaleysi, hægðatregða.
niðurgangur áhlaup, drulla, hlessa, hlessingur, kveisa, lepra, pula, ræpa, saur, skina, skissa, skita, skota, skurra, sótt, steinsmuga, vallgangur, þotur, þunnlífi, þúfnalúra.
(Íslensk samheitaorðabók, Mál og menning, 2006)
5:21. Að ógleymdum herðablaðaspýtingi, 22 stig fyrir dramadrottningu hægðanna.*
*mér er ljúft og skylt að greina frá því að hægðir heimilismanna eru með eðlilegum hætti, en í anda jafnaðarstefnu velti ég vöngum yfir þeirri mismunun sem fram kemur í orðabók
niðurgangur áhlaup, drulla, hlessa, hlessingur, kveisa, lepra, pula, ræpa, saur, skina, skissa, skita, skota, skurra, sótt, steinsmuga, vallgangur, þotur, þunnlífi, þúfnalúra.
(Íslensk samheitaorðabók, Mál og menning, 2006)
5:21. Að ógleymdum herðablaðaspýtingi, 22 stig fyrir dramadrottningu hægðanna.*
*mér er ljúft og skylt að greina frá því að hægðir heimilismanna eru með eðlilegum hætti, en í anda jafnaðarstefnu velti ég vöngum yfir þeirri mismunun sem fram kemur í orðabók
Iðskrá
Jæja. Nú er ég búin að setja upp virknitöflu fyrir vikuna. Á hverjum degi er gert ráð fyrir tiltekinni hreyfingu, a.m.k. tveimur möguleikum. Annar kosturinn heitir "sól" og hinn "ský". Þeir sem muna eftir Kákasusgerlinum, muna líka eftir flasskubbum og tæknistillingunni sól og ský. Í þá daga var allt einfaldara, líka veðrið. En nú þarf ég sumsé að velja á milli möguleikanna ganga (sól) og sipp 200 (ský). Blessuð rigningin er betri fyrir gróðurinn en parketið mitt og nágrannana.
Í dag er ég á grænni treyju og það er alveg satt.
Í dag er ég á grænni treyju og það er alveg satt.
sunnudagur, maí 10, 2009
föstudagur, maí 08, 2009
Minni þjónusta - betri þjónusta
Án þess ég hyggist taka upp moggbloggingahátt, þá langar mig að segja að þessi frétt gladdi mitt hjarta. Sennilega er einhver að spara pening með þessari breytingu hjá Símanum, en mér er sama. Þarna fækkar möguleikum smámenna á að villa á sér heimildir og svigrúm ofbeldisseggja til að ofsækja fólk, í skjóli nafnleysis, minnkar.
Að verða ítrekað fyrir net- og símaofbeldi er ekki skemmtileg lífsreynsla. Djöfull sem fólk getur verið bilað.
Að verða ítrekað fyrir net- og símaofbeldi er ekki skemmtileg lífsreynsla. Djöfull sem fólk getur verið bilað.
mánudagur, maí 04, 2009
Teinótti*
Skyldu fjármálaósnillingarnir okkar, sem híma í útlegð í Rússlandi, Noregi, London eða hvar sem þeir liggja í peningahrúgunni, vera bitrir út í þjóðina? Hvað ætli þeir segi börnum sínum um landið sem ól þá? Brugðumst við þessum mönnum? Björgólfur eldri ætlar þó væntanlega að vera áfram á skerinu, enda orðinn milljarðamínusmæringur í takt við þjóðina.
Amma mín drap aldrei kóngulær. Maður þarf að láta sér þykja vænt um allt kvikt, líka hryggleysingja.
*ótti við teinótt jakkaföt, illvígur faraldur sem breiddist hratt út á Íslandi árin 2008-2009
Amma mín drap aldrei kóngulær. Maður þarf að láta sér þykja vænt um allt kvikt, líka hryggleysingja.
*ótti við teinótt jakkaföt, illvígur faraldur sem breiddist hratt út á Íslandi árin 2008-2009
laugardagur, maí 02, 2009
Sko sko skór
Einkadans
Smá lurða í mér, sennilega N1 flensan, sem er víst jafn hættuleg og aðrar flensur. Lét heimsfaraldurinn ekki hindra mig í að hitta stórskemmtilegar konur í gærkvöld á veitingabarstaðnum Brons. Þar fundum við upp nýjan samkvæmisleik. Að hringja í öll númer sem þú veist engin deili á, í minninu á farsímanum þínum, og spyrja hvern andskotann ókunnugt fólk sé að þvælast í þínum einkasíma. Veit ekki með ykkur, en ég er með fullt af nöfnum í mínum síma sem eru í laginu eins og feit spurningamerki.
Hjálmar kom heim áðan uppfullur af þessu kátíni sem hlauparar fá víst í kroppinn. Fáklæddur sýndi hann mér tæ tsí og diskó-hipphopp í eldhúsinu, og síðan tók við vandaður flutningur af hláturjóga.
Mætti segja að ég væri vel sambýld.
Hjálmar kom heim áðan uppfullur af þessu kátíni sem hlauparar fá víst í kroppinn. Fáklæddur sýndi hann mér tæ tsí og diskó-hipphopp í eldhúsinu, og síðan tók við vandaður flutningur af hláturjóga.
Mætti segja að ég væri vel sambýld.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)