laugardagur, júní 16, 2007

Stjúpur, mold og leiði


Í dag fór ég með móður minni í tvo kirkjugarða. Gróðursettum blóm og snyrtum nokkur leiði.

Mikið er hann fallegur kirkjugarðurinn við Suðurgötu, ætla þangað aftur fljótlega og ráfa um. Stefnulaust. Yndislegur staður.
Akkúrat núna leiðist mér svo átakanlega að ég var að enda við að gera 30 armbeygjur og 60 magaæfingar. Langar út að hlaupa.
Kannski röltið í dag innan um dáið fólk hafi fyllt mig eirðarleysi.

Engin ummæli: