- Prófarkarlas heilt blað
- Ryksugaði, skúraði, þurrkaði af og þreif eins og stormsveipur í kjánalega döbbaðri auglýsingu
- Skokkaði og gekk stóran hring í Laugardalnum með Matta mínum
- Þvoði þrjú tonn af þvotti
- Fór í hjólatúr, skoðaði furðufiska og borðaði grillaðan skelfisk á hafnarbakkanum
- Aflaði vikubirgða af mat hjá bleika grísnum, vann skemmdarverk á einum banana (reif óvart hluta hýðisins af þegar ég skipti klasa). "Æ, Jóhannes verður bara að blæða", tautaði ég og lagði bananann lymskulega frá mér, en þegar ég gekk frá heima uppúr gulu pokunum sá ég að Bónusfeðgar höfðu náð fram grimmilegum hefndum, því eitt egg var brotið. Dæmigert að sitja með sárt ennið eins og hver annar Sullenberger. Og nú vitum við Björn betur en að messa við auðmenn
- Borðaði heilan kassa af guðdómlegu piparmyntusúkkulaði - Bendikct´s bittermints. Keypti það úti en ef einhver veit hvort það fæst á skerinu, þá plís segja baun
- Talaði við syfjaða dóttur mína í síma, en hún er að læra spænsku í Salamanca. Um ævintýri hennar má lesa hér
sunnudagur, júní 03, 2007
Bananahryðjuverkamaður í þrifnaðarkasti
Búin að vera svo dugleg um helgina að ég ætla að klappa fyrir sjálfri mér *klapp klapp klapp*. Smá sýnishorn af afrekum mínum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli