laugardagur, júní 30, 2007

Þessi færsla er tileinkuð Diönu Krall og öllu fólki sem lifir

í kirkjugarði

örfínir þræðir
iðin köngurló
líf sitt vefur og
tengir hljóðlega
tvo legsteina
hlið við hlið

í grænu ljósi
feta ég þennan stíg
vefur spora minna
sendir skilaboð
um líf

aldrei
hefur Besame Mucho
hljómað betur


Elísabet Arnardóttir, allur réttur áskilinn höfundi

Engin ummæli: