þriðjudagur, júní 26, 2007

Sundurlausar fréttir af kveinandi heimilistækjum og ólekkerum íþróttum

Þegar ég ræsi tölvuna mína þá hvín í henni eins og þvottavél í vindingu. Skyldi það vera slæmt merki?

Er á leið í stafgöngu þótt hallærisstuðull þeirrar íþróttar nálgist körling og golf samanlagt. Set upp sólgleraugu og læt mig hafa það.

Á annars ljóð dagsins á ljóð.is. Maður er svo frjór. Og svo á hún mamma afmæli í dag, til hamingju mamma mín:)

Legg ekki meira á ykkur í þessu yndislega veðri. Lifið og blómstrið.

Engin ummæli: