Það er ekki hægt annað en vera í góðu skapi í svona veðri. Fæ líka strákana mína heim á morgun eftir þriggja vikna fjarveru og hlakka ómælt til að knúsa þá.
(Fyrirgefið jákvæðnina, hún blossar upp í sólskini)
Í gær fór ég í hópgöngu í Laugardalnum og fannst allir líta svo vel út, svona útiteknir og hraustlegir. Leit á mína eigin leggi og undraðist hvað ég væri orðin fallega tönuð. Fattaði þá að ég var með sólgleraugu á nefinu - ábyggilega heilsusamlegasta brúnkumeðferð í heimi.
Tilvitnanaþjónusta baunar fyrir þá sem vilja mikið fyrir lítið og nenna ekki að lesa bækur:
Life is a sexually transmitted disease.
R. D. Laing
A life spent making mistakes is not only more honorable, but more useful than a life spent doing nothing.
George Bernard Shaw (1856 - 1950)
Nobody will ever win the Battle of the Sexes. There's just too much fraternizing with the enemy.
Henry Kissinger
If I had to live my life again, I'd make the same mistakes, only sooner.
Tallulah Bankhead (1903 - 1968)
Life can only be understood backwards; but it must be lived forwards.
Soren Kierkegaard (1813 - 1855)
Þungur knífur.
Hrafn Gunnlaugsson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli