Jæja, þrátt fyrir hæga byrjun höfðu þeir það strákarnir í skáksveit Laugalækjarskóla, urðu í öðru sæti á Evrópumótinu. Til hamingju Ísland! Og Matti minn fékk 5,5 vinninga af 6, ekki slakur árangur það. Um afrek sveitarinnar og ævintýri má lesa á síðu Péturs. Og ef þið hafið einhvern tímann efast um að Mogginn ljúgi þá má sjá það svart á hvítu í dag - í skákfréttum Morgunblaðsins segir að Laugalækjarskóli sé í neðsta sæti á mótinu. Pfiff!
Langar líka að vekja athygli á frábæru bloggi, það er hún Sigga sem fær aðdáun mína þessa vikuna fyrir færslu sína. Svona eiga konur að vera.
Sprikl dagsins er klifur. Með dóttur minni. Hlakka til.
Langar líka að vekja athygli á frábæru bloggi, það er hún Sigga sem fær aðdáun mína þessa vikuna fyrir færslu sína. Svona eiga konur að vera.
Sprikl dagsins er klifur. Með dóttur minni. Hlakka til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli