laugardagur, október 08, 2005

Sigga sæta..

er ákaflega fyndinn bloggari, sérstaklega núna þegar hún er fótbrotin. Bendi ykkur á að lesa síðuna hennar. Hún er reyndar systir Kevins vinar míns. Mig langar svo að hitta foreldra þeirra - ætli þau séu svona fyndin? Annars getur maður alveg eignast rauðhært barn, þótt maður og maðurinn manns sé ekki rauðhærður (er þetta tæk setning?).

Er annars að fara í göngu á Reykjanesi - og svo er partí í kvöld þar sem á að kveðja Loga skjágengil. Baldvin (rauðhærður fréttamaður) ætlar að smyrja nesti oní göngufólkið, 25 manns. Það verður áhugavert. Læt ykkur vita hvað ég gekk mörg skref og hvernig samlokurnar voru (og hvort ég fann rautt hár í þeim).

Engin ummæli: