föstudagur, október 28, 2005

Ég er alveg...

að verða fullorðin. Var að bjóða í íbúð í fyrsta sinn á ævinni (þ.e. ég ein og óstudd). Seljandinn tók reyndar ekki tilboðinu, en ég á von á gagntilboði síðdegis, samkvæmt fasteignasalanum. Fasteignasalinn minn er ungur maður að árum en með ákaflega sorgmædd og gömul augu. Spes. Skrítin tilfinning að prútta um íbúð. Maður er að gambla með þvílíkar fjárupphæðir og setja sig á skuldaklafa fram á grafarbakkann (og lengur). Hrollur. En ég hlakka til að verða sjálfstæð kona í eigin íbúð og standa á mínum eigin fótum. Og læra á dvd spilara og svoleiðis.

Auk þess þetta: bloggerinn minn fór á ítölskunámskeið og segir núna m.a. salva come bozza og pubblica post.

Engin ummæli: