fimmtudagur, október 13, 2005

Angurværð og hamstrar.

Einn af íbúunum í litla húsinu okkar heitir Randi. Randi er orðinn gráhærður fyrir allnokkru og mér finnst endilega að hann hljóti að fara að gefa upp öndina (hvað á hamstur sossum að gera við önd). Fyrir dverghamstra eru 2 ár nefnilega eins og 90 mannsár og Randi er búinn að vera gæludýrið hans Hjalta míns alla vega 1 1/2 ár. En Randi er bara svo obboslega hress. Ekki minnkaði krafturinn í Randa við það að vinnufélagi minn einn, sálfræðingur sem hafði gefist upp á sínu gæludýri, gaf mér gula kúlu sem Randi hleypur inni í af ógnarkrafti. Hann skýst hér út um allt eins og gul elding. Ég hef margoft gengið harkalega á hann (óvart) og við það hefur hann skotist 5 metra út í vegg og maður skyldi ætla að það væri slæm bylta fyrir lítinn hamstur inni í gulri plastkúlu. En nei, hann bara byrjar að hlaupa aftur eins og andsetinn. Furðulegt. Ótrúlega hress hamstur hann Randi. Enda í fínu formi og búinn að fá svo oft höfuðhögg að hann fattar ekki hvað hann er orðinn gamall.

Fann þetta spakmæli. Finnst það viðeigandi hér:

There is no reciprocity. Men love women, women love children, children love hamsters.
Alice Thomas Ellis

Síðan eitt spakmæli vegna angurværðar sem umlykur mig í kvöld (maður getur ekki alltaf verið jafn rífandi hress og Randi):

Of all forms of caution, caution in love is perhaps the most fatal to true happiness.
Bertrand Russell ,Conquest of Happiness (1930) ch. 12
British author, mathematician, & philosopher (1872 - 1970)

Engin ummæli: