mánudagur, október 03, 2005

Jass...

er tónlist sem ég hlusta frekar lítið á, en kallinn hefur mikinn áhuga á jasstónlist. Hann vann það afrek í gærkvöldi að fá mig með á tónleika á Kaffi Reykjavík, jasstónleika. Þarna var um að ræða Ragnheiði Gröndal með einvalaliði, Sigga Flosa, Jóel Páls, Hauk Gröndal o.fl. dúndurgóða hljóðfæraleikara. Mikið af lúðrum. Mikið gaman. Flest lögin fjölluðu um ástina. Asskoti fjalla margir góðir blússöngvar um ástina. Enda er ástin ekkert venjulegt afl í lífinu og allt í lagi að henda saman nokkrum angurværum nótum um ást og heitar tilfinningar.

Þessir tónleikar voru sumsé frábærir og ég skemmti mér konunglega (eða drottningarlega?).

Engin ummæli: