laugardagur, október 08, 2005

Hrós hrós...

fær maðurinn minn fyrir hetjudáð á föstudaginn. Þegar ég kom heim úr vinnunni var kallinn með svuntu og gúmmíhanska. Hann var á kafi í ísskápsþrifum (sem er ekki uppáhaldsverkið mitt). Var búinn að skúbba út öllum líffræðitilraununum og henda öllum "unidentified life forms" sem voru á sveimi. Yndislega fallegt af honum. Hrós, hrós Pétur.

Var annars að koma úr langri göngu, sem var svona passlega skemmtileg. Örnefni flæða út úr eyrunum á mér og ég ætla bara að leyfa þeim að leka út. Jónatan Garðarsson, sem var fararstjóri, er svo fróður að það hálfa væri nóg. Ég hætti að taka við örnefnum eftir ca. 250 stykki. Legg ekki meira á ykkur að sinni. Er að fara í partí.

Engin ummæli: