heimilinu í dag. Komum úr frábærri ferð til London um miðnættið og vöknuðum við fregnir um hryðjuverk. Og mest mannfall í stöðinni sem við fórum um mörgum sinnum á dag, King´s Cross. Hótelið okkar var í 200 m fjarlægð frá þessari fjölförnu stöð. "Hið illa er óskiljanlegt" stendur víst einhvers staðar. Eitthvað til í því.
Mikið er gott að vera komin heil heim með strákana mína. Þegar við stigum út úr Leifsstöð þá fannst okkur kuldinn hér heima miklu betri en kuldinn úti í London. Kuldinn hér er hlýrri, sagði Pétur. Jamm og já.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli