að fara í fjallgöngu (fellgöngu) í sumar. Við Hjalti röltum á Mosfellið áðan, það var fín ganga. Settumst í mosabreiðu, borðuðum nesti og virtum fyrir okkur grösuga dali, ár og fjöll. Alveg eins og við værum úti í sveit. Yndislegt.
Ásta fór í útilegu í Þjórsárdalinn. Æ, við verðum að drífa okkur með strákana í útilegu í sumar. Sjálfri finnst mér leiðinlegt að sofa í tjaldi, sef varla dúr. En er það ekki partur af uppeldi íslenskra barna að fara með þau út í náttúruna og sofa með þessa þunnu skel milli sjálfsins og heimsins? Held það bara. Líka svo margt skemmtilegt vesen í kringum útilegur, prímusar, lugtir, svefnpokar, plastáhöld, brúsar og svoleiðis. Verðum bara að drífa í þessu. Set það á dagskrá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli