sunnudagur, júlí 24, 2005

Oft er fólk í viðtali...

spurt "hvaða dýr vildir þú helst vera"? Margir svara "ég vildi vera fugl". Ég get sossum tekið undir að vissulega væri hipp og kúl að geta flogið og svifið. Um daginn var ég hins vegar að labba í London með fjölskyldunni er við gengum fram á ælupoll einn mikinn (með bitum og næs). Ógeðstilfinning okkar magnaðist verulega þegar við sáum dúfur hópast að og gogga í sig gubbið með áfergju. Er nema von að átakasamt sé í heimi þar sem dúfa er tákn friðarins?

Ég er þunn í dag. Lít ekki á það sem vandamál, heldur verkefni.

Engin ummæli: