seiddi til sín börnin mín í nótt. Þau voru númer 71 (og 72 og 73) í röðinni. Við vorum reyndar búin að panta bókina á Amazon, en Ásta gat bara ekki beðið í viku eftir að fá hana. Því eigum við væntanlega tvö eintök bráðum. Ætli við seljum ekki Potter á uppsprengdu verði - vill einhver bjóða í bókina? Það er biðröð.
Fór út að hjóla áðan í mígandi rigningu og brunaði mér til skemmtunar í gegnum gusuna af gosbrunninum í Tjörninni (rokið ýrði vatninu svo skemmtilega yfir göngustíginn). Það sér ekki á fjólubláu, ég var hvort eð er orðin rennvot. Mér finnst gaman að hjóla eins og brjálæðingur í roki og rigningu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli