miðvikudagur, júlí 27, 2005

Orð dagsins...

er nöldur. Prófið bara að segja upphátt nöldra, nöldra, nöldra, nöldra... Pælið annars í því hvað þetta er líkt: nöldra, röfla, mögla. Tilviljun? Nei, ég held ekki.

Heyrði nokkur frábær nöfn á Rás 2 í gær, Ævar Eiður, Borgar Búi, Mist Eik, Egill Daði (fara til Egils Daða) og Lind Ýr. Kunnið þið fleiri?

Engin ummæli: