fimmtudagur, desember 22, 2005

Naglalakk og læknistær.

Í morgunkaffinu kom samstarfskona mín með naglalakk, hún hafði lakkað á sér neglurnar á heimleið í gær í strætó og þar sem niðamyrkur var og hristingur í vagninum hafði henni ekki tekist upp sem skyldi.

Þegar hún var búin að lakka á sér neglurnar í morgun rétti hún mér glasið og ég sagði bara já, takk, og lakkaði mínar neglur. Bleikar. Lekkert. Svo rétti ég konunni við hliðina á mér, ágætum sálfræðingi, naglalakkið og hún málaði sínar neglur líka.

Svo gekk naglalakkið til næsta manns, sem var læknir - dáldið frjálslega vaxinn og hress karl á besta aldri. Hann tók við glasinu, snaraði sér úr öðrum sokknum (lagði hann ofaná kaffibolla kollega síns), vippaði loðnum fætinum upp á borð með dynk og byrjaði að lakka á sér risavaxnar táneglurnar. Bleikar.

Spurður hvað konan hans myndi nú segja við þessu í kvöld játaði hann að hafa meiri áhyggjur af því hvað karlarnir í ræktinni héldu um hann í sturtu.

Engin ummæli: