Hafið þið tekið eftir því hvernig sumt fólk er alltaf tilbúið að mistúlka og misskilja allt? Það beinlínis hoppar á að leggja texta út á versta veg og lesa heilu kaflana á milli línanna. Þekki konu sem var næstum rekin úr vinnu fyrir "tóninn" í tölvupósti sem hún sendi yfirmanni sínum. Efnislega var ekkert athugavert við bréfið - kallinn var bara ofurviðkvæmur, eða í vondu skapi, eða nýbúinn að rífast við konuna sína, eða hvað veit ég.
Mál er vandmeðfarið. Sérstaklega ritmál. Hin íslenska tunga á það til að ulla á mann og annan á prenti - án samráðs við þann sem textann semur.
Bræður og systur - munið að hugsa áður en þið ætlið bréfriturum og öðrum textasmiðum illar hugsanir og fyrirætlanir. Passið ykkur á paranojunni.
Legg ekki meira á ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli