koma blessuð jólin, en ég ætla sko ekki að tala um það.
Bráðum verður allt eins og hjá fólki heima hjá mér. Smiðirnir tóku saman tólin sín seint í gærkvöldi og hreinlega yfirgáfu mig. Fóru bara. Skildu eftir sig sag-sjó á gólfi og óteljandi spýtur af öllum stærðum og gerðum. Hvað á ég að gera við allar þessar spýtur? Ætlaði að stinga einhverjum í geymsluna, en brá í brún þegar þangað kom. Í geymslunni minni er nebbla risavaxin sláttuvél og mýgrútur garðáhalda (íbúar hússins nota geymsluna mína þannig - það er hefð fyrir því). Að auki streymdi þar úr lofti foss einn mikill og kröftugur, enda hefur rignt ótæpilega undanfarið. Innanhússfoss. Vatnsfall þetta túlkaði ég - spýtnaeigandinn - sem óheilsusamlegt kompaní fyrir viðinn. Og þó. Vatn plús spýtur. Kannski ég smíði mér örk.
Fór í Sorpu með bílinn svo úttroðinn að ég hefði ekki komið einum tannstöngli inn í viðbót, var vigtuð inn og vigtuð út (þ.e. tojan og ég) - og fyrir mismun þyngdarinnar, 110 kg, greiddi ég rúmar 1000 krónur. Merkilegt sistem. Datt í hug að hægt væri að brúka viðlíka kerfi á veitingastöðum, þar sem maður væri vigtaður inn og út og greiddi ákveðið kílóverð fyrir mismuninn. Þá mundi gilda að fara á klósettið áður en maður væri vigtaður út. Að sjálfsögðu.
Er að fara á tónleika í kvöld þar sem dóttir mín firnafagra ætlar að spila á klarinettið sitt - hlakka óskaplega mikið til að hlýða á góða tónlist. Fátt skemmtilegra en það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli