Á einu jólakortinu sem ég fékk stóð einfaldlega: Nýtt ár, nýtt líf.
Er að spá í áramótaheitin. Ætla að rækta með mér æðruleysi, jafnvel leti (ég er víst svo ofvirk), þakklæti og kjark. Af lífsgleði á ég nóg.
Í dag er ég að næra letipúkann - gef honum nóg að éta og svo fær hann mikla hvíld. Og ég reyni að horfa framhjá öllum verkefnunum og bara svífa um í fullkomnu iðjuleysi. Skrítið en dásamlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli