athyglisverðu ferðalagi í gær. Fór í strætó með hjólið í vinnuna og ætlaði síðan að hjóla heim. Var búin að fá ÍTARLEGAR leiðbeiningar um leiðina heim eftir hjólastígum meðfram strandlengjunni. Var leiðbeint af tveimur vinnufélögum sem sögðu að það væri nú ekkert mál að hjóla þetta og enn minna mál að rata. Það að annað þeirra gekk á Kilimansjaró í fyrra (ekkert mál) og hitt þrammaði fyrir stuttu yfir Vatnajökul í brjáluðu veðri með Haraldi pólfara (ekkert mál) hefði nú átt að vera ákveðin vísbending. Svo má ekki gleyma því að ég er þannig af guði gjörð að leiðbeiningar rugla mig í höfðinu og þar að auki rata ég varla um húsið mitt. Enda endaði ég fljótlega í skurði og síðan úti í móa með hinum fuglunum og þurfti að hálf bera hjólið mitt yfir holt og hæðir þar til ég rakst á kraftalegan gröfubílstjóra sem benti mér á moldarslóða sem ég gæti farið þar til að stíg kæmi. Maðurinn gerði sitt besta til að fela glottið en sú tilraun mistókst. Ég skæklaðist áfram grófan moldarslóðann og fann loks vænlegan stíg. Villtist fjórum sinnum enn og þá verst inni í Rimahverfi en þar spurði ég góðlega konu til vegar. Hún var á ferð með barnavagn og mjósleginn hund í bandi (eða rottu, er ekki viss). Þegar ég síðan hjólaði framhjá Sorpu og Ingvari Helgasyni þurfti ég að beita sjálfa mig hugrænni atferlismeðferð til að koma í veg fyrir að ég hlypi inn og keypti mér bíl til að komast heim.
Ferðin tók klukkutíma og 40 mínútur - þetta eru líka, segi og skrifa, 25 km. Og jamm og já.
föstudagur, júlí 29, 2005
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Orð dagsins...
er nöldur. Prófið bara að segja upphátt nöldra, nöldra, nöldra, nöldra... Pælið annars í því hvað þetta er líkt: nöldra, röfla, mögla. Tilviljun? Nei, ég held ekki.
Heyrði nokkur frábær nöfn á Rás 2 í gær, Ævar Eiður, Borgar Búi, Mist Eik, Egill Daði (fara til Egils Daða) og Lind Ýr. Kunnið þið fleiri?
Heyrði nokkur frábær nöfn á Rás 2 í gær, Ævar Eiður, Borgar Búi, Mist Eik, Egill Daði (fara til Egils Daða) og Lind Ýr. Kunnið þið fleiri?
sunnudagur, júlí 24, 2005
Oft er fólk í viðtali...
spurt "hvaða dýr vildir þú helst vera"? Margir svara "ég vildi vera fugl". Ég get sossum tekið undir að vissulega væri hipp og kúl að geta flogið og svifið. Um daginn var ég hins vegar að labba í London með fjölskyldunni er við gengum fram á ælupoll einn mikinn (með bitum og næs). Ógeðstilfinning okkar magnaðist verulega þegar við sáum dúfur hópast að og gogga í sig gubbið með áfergju. Er nema von að átakasamt sé í heimi þar sem dúfa er tákn friðarins?
Ég er þunn í dag. Lít ekki á það sem vandamál, heldur verkefni.
Ég er þunn í dag. Lít ekki á það sem vandamál, heldur verkefni.
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Var að mygla...
fyrir framan skjáinn í vinnunni, stóð upp smástund og fór út á svalir (já, ég er með einkasvalir, já, ég er afar mikilvæg persóna). Er á annarri hæð og varð vitni að eftirfarandi á stéttinni beint fyrir neðan.
Ung aðstoðarstúlka í skærgulum bol ýtir gráhærðum manni í hjólastól á undan sér í veðurblíðunni. Það er létt yfir þeim, þau spjalla saman og hlæja. Þetta litla brot heyri ég úr samtalinu:
Ung stúlka: Hvernig var hárið á þér á litinn?
Maður í hjólastól: Ég var alveg dökkhærður, nema skeggið á mér var eldrautt. Og punghárin.
Ung stúlka: Já, var það?
Þau eru komin úr heyrnarfæri á þessu stigi, ég greini ekki orðaskil lengur. Það verður að segja stúlkunni til hróss að hún hélt alveg kúlinu, enda þeim ekki fisjað saman sem vinna á hælinu í Mosó.
Ung aðstoðarstúlka í skærgulum bol ýtir gráhærðum manni í hjólastól á undan sér í veðurblíðunni. Það er létt yfir þeim, þau spjalla saman og hlæja. Þetta litla brot heyri ég úr samtalinu:
Ung stúlka: Hvernig var hárið á þér á litinn?
Maður í hjólastól: Ég var alveg dökkhærður, nema skeggið á mér var eldrautt. Og punghárin.
Ung stúlka: Já, var það?
Þau eru komin úr heyrnarfæri á þessu stigi, ég greini ekki orðaskil lengur. Það verður að segja stúlkunni til hróss að hún hélt alveg kúlinu, enda þeim ekki fisjað saman sem vinna á hælinu í Mosó.
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Harðsperrur...
harðsperrur, harðsperrur. Áááiiii. Vont. Ég hreyfi mig eins og illa smurt vélmenni. Fór á Esjuna í fyrradag og þetta eru þakkirnar!
Vont veður og ég í fríi. Gott veður og ég að vinna. Eitthvað fleira í fréttum? Nei, varla.
Vont veður og ég í fríi. Gott veður og ég að vinna. Eitthvað fleira í fréttum? Nei, varla.
laugardagur, júlí 16, 2005
Harry Potter...
seiddi til sín börnin mín í nótt. Þau voru númer 71 (og 72 og 73) í röðinni. Við vorum reyndar búin að panta bókina á Amazon, en Ásta gat bara ekki beðið í viku eftir að fá hana. Því eigum við væntanlega tvö eintök bráðum. Ætli við seljum ekki Potter á uppsprengdu verði - vill einhver bjóða í bókina? Það er biðröð.
Fór út að hjóla áðan í mígandi rigningu og brunaði mér til skemmtunar í gegnum gusuna af gosbrunninum í Tjörninni (rokið ýrði vatninu svo skemmtilega yfir göngustíginn). Það sér ekki á fjólubláu, ég var hvort eð er orðin rennvot. Mér finnst gaman að hjóla eins og brjálæðingur í roki og rigningu.
Fór út að hjóla áðan í mígandi rigningu og brunaði mér til skemmtunar í gegnum gusuna af gosbrunninum í Tjörninni (rokið ýrði vatninu svo skemmtilega yfir göngustíginn). Það sér ekki á fjólubláu, ég var hvort eð er orðin rennvot. Mér finnst gaman að hjóla eins og brjálæðingur í roki og rigningu.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Byrjuð að vinna...
aftur, fríið búið, búhúúú...
Keypti mér í London lítinn fugl til að hafa á tölvunni í vinnunni, svona ogguponkuponsu krúttlegt grey sem tístir ef maður ýtir við því. Veit ekki hvort ég klikkast einn daginn og skýt föglinn í bræðiskasti, en það verður alla vega ekki strax. Er slööök og fiiíín eftir goooott frí. Ekkert getur haggað mér og ef einhver reynir það þá tísti ég bara.
Keypti mér í London lítinn fugl til að hafa á tölvunni í vinnunni, svona ogguponkuponsu krúttlegt grey sem tístir ef maður ýtir við því. Veit ekki hvort ég klikkast einn daginn og skýt föglinn í bræðiskasti, en það verður alla vega ekki strax. Er slööök og fiiíín eftir goooott frí. Ekkert getur haggað mér og ef einhver reynir það þá tísti ég bara.
mánudagur, júlí 11, 2005
Sendi síðhærðan..
10 ára son minn í klippingu í morgun, með tvöþúsund kall í vasanum. Sagði að hann réði alveg sjálfur hvernig hann léti klippa sig, mætti koma til baka með hanakamb mín vegna.
Peyinn sneri við skömmu síðar með bros á vör og nákvæmlega eins hár og þegar hann lagði af stað - en 1800 krónum fátækari. Kom í ljós að hann var bara ánægður með síða hárið eins og það var, en lét þó klipparann "aðeins snyrta endana". Ég rýndi í hárlubbann og fannst ég hafa fengið soldið lítið fyrir peninginn en hreyfði engum andmælum. Mér er nær að aðhyllast svona losaralega uppeldisstefnu.
Peyinn sneri við skömmu síðar með bros á vör og nákvæmlega eins hár og þegar hann lagði af stað - en 1800 krónum fátækari. Kom í ljós að hann var bara ánægður með síða hárið eins og það var, en lét þó klipparann "aðeins snyrta endana". Ég rýndi í hárlubbann og fannst ég hafa fengið soldið lítið fyrir peninginn en hreyfði engum andmælum. Mér er nær að aðhyllast svona losaralega uppeldisstefnu.
sunnudagur, júlí 10, 2005
Loksins lét ég verða af því...
að fara í fjallgöngu (fellgöngu) í sumar. Við Hjalti röltum á Mosfellið áðan, það var fín ganga. Settumst í mosabreiðu, borðuðum nesti og virtum fyrir okkur grösuga dali, ár og fjöll. Alveg eins og við værum úti í sveit. Yndislegt.
Ásta fór í útilegu í Þjórsárdalinn. Æ, við verðum að drífa okkur með strákana í útilegu í sumar. Sjálfri finnst mér leiðinlegt að sofa í tjaldi, sef varla dúr. En er það ekki partur af uppeldi íslenskra barna að fara með þau út í náttúruna og sofa með þessa þunnu skel milli sjálfsins og heimsins? Held það bara. Líka svo margt skemmtilegt vesen í kringum útilegur, prímusar, lugtir, svefnpokar, plastáhöld, brúsar og svoleiðis. Verðum bara að drífa í þessu. Set það á dagskrá.
Ásta fór í útilegu í Þjórsárdalinn. Æ, við verðum að drífa okkur með strákana í útilegu í sumar. Sjálfri finnst mér leiðinlegt að sofa í tjaldi, sef varla dúr. En er það ekki partur af uppeldi íslenskra barna að fara með þau út í náttúruna og sofa með þessa þunnu skel milli sjálfsins og heimsins? Held það bara. Líka svo margt skemmtilegt vesen í kringum útilegur, prímusar, lugtir, svefnpokar, plastáhöld, brúsar og svoleiðis. Verðum bara að drífa í þessu. Set það á dagskrá.
föstudagur, júlí 08, 2005
Gleymi aldrei...
svipnum á dóttur minni þegar hún opnaði ísskápinn með leikrænum tilþrifum og sýndi okkur inn í hann. Forsaga málsins er sú að hún var skilin ein eftir á heimilinu í níu daga. Alein, með enga matarpeninga. Og stúlkan ekki nema rétt rúmlega tvítug (já, ég veit, við erum vondir foreldrar). En sumsé, þegar við komum heim, þá dró hún okkkur að ísskápnum.
Í ísskápnum voru níu dollur af 10% sýrðum rjóma sem hún hafði raðað upp í best-fyrir-fyrir-löngu-röð (þær sem voru mest útrunnar lengst til vinstri og svo framvegis). Fyrir utan sýrða rjómann var ekkert ætilegt á stangli, jú, smá sulta og hálfnagað harðfiskroð. Var þetta ásökun í svipnum á dóttur minni? Jú, ég er ekki frá því. Hún var skilin eftir ALEIN með níu dollum af sýrðum rjóma. Í níu daga.
Pétur var fljótur að koma sökinni yfir á mig og sagðist aldrei kaupa 10% sýrðan rjóma, bara 18%. Týpískt. Innkaupafíaskóið dæmist því sjálfkrafa á mig (kemur það aldrei fyrir ykkur að grípa sömu vöru trekk í trekk, hugsunarlaust)? Og nú, sem ég skrifa þetta, er ég að baka brauð (með ríflegum skammti af útrunnum sýrðum rjóma). Nammi namm.
Í ísskápnum voru níu dollur af 10% sýrðum rjóma sem hún hafði raðað upp í best-fyrir-fyrir-löngu-röð (þær sem voru mest útrunnar lengst til vinstri og svo framvegis). Fyrir utan sýrða rjómann var ekkert ætilegt á stangli, jú, smá sulta og hálfnagað harðfiskroð. Var þetta ásökun í svipnum á dóttur minni? Jú, ég er ekki frá því. Hún var skilin eftir ALEIN með níu dollum af sýrðum rjóma. Í níu daga.
Pétur var fljótur að koma sökinni yfir á mig og sagðist aldrei kaupa 10% sýrðan rjóma, bara 18%. Týpískt. Innkaupafíaskóið dæmist því sjálfkrafa á mig (kemur það aldrei fyrir ykkur að grípa sömu vöru trekk í trekk, hugsunarlaust)? Og nú, sem ég skrifa þetta, er ég að baka brauð (með ríflegum skammti af útrunnum sýrðum rjóma). Nammi namm.
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Skuggi yfir...
heimilinu í dag. Komum úr frábærri ferð til London um miðnættið og vöknuðum við fregnir um hryðjuverk. Og mest mannfall í stöðinni sem við fórum um mörgum sinnum á dag, King´s Cross. Hótelið okkar var í 200 m fjarlægð frá þessari fjölförnu stöð. "Hið illa er óskiljanlegt" stendur víst einhvers staðar. Eitthvað til í því.
Mikið er gott að vera komin heil heim með strákana mína. Þegar við stigum út úr Leifsstöð þá fannst okkur kuldinn hér heima miklu betri en kuldinn úti í London. Kuldinn hér er hlýrri, sagði Pétur. Jamm og já.
Mikið er gott að vera komin heil heim með strákana mína. Þegar við stigum út úr Leifsstöð þá fannst okkur kuldinn hér heima miklu betri en kuldinn úti í London. Kuldinn hér er hlýrri, sagði Pétur. Jamm og já.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)