miðvikudagur, mars 30, 2005
Það var erfitt..
að fara í vinnuna í dag. Eftir langt og gott páskafrí var ég ekki í stuði til að kljást við þetta dags daglega vinnudæmi. Það er líka svo margt að gerast í kringum mig sem ég get ekki sagt frá hér af því að þetta blogg er ekki bleik dagbók með litlum hjartalaga lás sem maður stingur oní í náttborðsskúffu. Ég átti svoleiðis þegar ég var 12 ára og fyllti hana af barnalegum pælingum um lífið og tilveruna og byrjaði hverja færslu á "kæra Dagga". En þessar barnalegu pælingar mínar komu nú til af því að ég var barn, hugsaði eins og barn og skrifaði eins og barn. Það er afsökun í sjálfu sér. Nú hugsa ég eins og fullorðin og haga mér eins og barn. Eða er það öfugt? Æ, ég veit það ekki. Góða nótt kæra Dagga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli