merkilegt við orðið RAKSÁPUPÁSKAR? Pælið í því.
Sonur minn situr hér í næsta herbergi með vini sínum og þeir tala mál sem ég skil ekki baun í - þeir eru að tala um Yu-Gi-Oh spil. Hvað er eiginlega málið með þessi spjöld? Þeir tala um defense og attack og "armed dragon" og "vampire lord" og "dragon´s rage" og "zombie effect". Svo heyrir maður setningar eins og "þetta eru sjaldgæfir gaurar", "þessi kall meiðir þúsund meira". Og peningar koma við sögu. Það er prúttað og býttað og samningar eru harðir, svo harðir að Jón Ásgeir mundi fölna af öfund ef hann heyrði samningatækni þessara 10 ára gutta (og sennilega ráða þá í vinnu).
Heyrði þessa óborganlegu setningu um daginn: Það var fermt mig í morgun.
Auk þess var ég að fá nýtt netfang og langar að upplýsa það hér: betaa@simnet.is
It´s MINE, my own, my precioussss...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli