kona, já örugglega hógværasta konan á landinu (haha), en verð að fá að skýra frá því að ég á tvo frábæra syni. Annar þeirra er seigur skákmaður, 13 ára að aldri. Um nýjustu afrek hans má lesa hér . Hann heitir Matthías (eins og afi).
Í gær fórum við fjölskyldan í matarboð í sveitina, að Þurá í Ölfusi. Þar búa öðlingar og miklir vinir okkar hjóna, Rúna, Ari og Eggert (sem er heimasætastur á bænum). Þau gáfu okkur Pernod flamberaðan humar í forrétt, hreindýrafillet (besta kjöt sem ég hef smakkað, svei mér þá) og döðlutertu með karamellusósu í eftirmat. Ég hef skilyrðislausa matarást á Rúnu og Ara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli