er dagurinn í dag. Heilsan er komin í lag og ég ætla að drífa kallinn út að labba. Læt hér fljóta með ljóð sem ég orti endur fyrir löngu á þessum árstíma.
Leiðin
við sitjum hér öll í strætó
fálátir baksvipir
fyrir augunum
við sitjum hér öll í strætó
hráblaut
ókunnugramannalykt
í nösunum
við sitjum hér öll í strætó
angurblítt suð
gamallar dægurflugu
í eyrunum
við sitjum hér öll í strætó
með mismiklar áhyggjur
af þjáningum frelsarans
við sitjum hér öll í strætó
hoss hoss hoss
ding
Engin ummæli:
Skrifa ummæli