fimmtudagur, mars 24, 2005

Öl er böl...

og ég ætla aldrei að drekka aftur. Ó, gleði, ógleði. Við hjónakornin vorum í dásamlegu matarboði í gær hjá vinum okkar. Og matarboð hjá Sigga Flosa og Villu eru ekki bara matarboð. Þau eru listræn upplifun, guðdómleg veisla fyrir öll skynfæri. Forréttur, ferskur aspas með valhnetum, fennel og geitaosti. Aðalréttur, nautasteik (sem þau kveiktu í á saltstráðri pönnu, hei, ég er að fatta núna að það hlýtur að vanta batterí í reykskynjarann hjá þeim). Eftirréttur, súkkulaðimúss með himneskum berjum. Kaffi. Og svo: VÍN, hvítt og rautt og nóg af því. Ég kunni mér ekki hóf í gleðinni, og það var svooo gaman (hikk). Siggi og Villa eru höfðingjar. En ég og hausverkurinn ætlum að leggja okkur núna.

Engin ummæli: