föstudagur, mars 25, 2011

Músík og tilraunir

Fór á Músíktilraunir í kvöld, það var upplifun. Kraftur og sprúðlandi sköpunargleði, mikill hávaði. Rosalega gaman. Speedmetall, Sigurrósarflauel, popp, paunk, elektrópopp, hljóðbrandaramúsík, þungarokk, krúttmetall og djassmetall. Afar fjölbreytt tónlist.

Eitt vakti furðu mína. Tíu hljómsveitir tróðu upp í kvöld, 3-4 krakkar í hverju bandi, sumsé 30-40 manns. Hvað haldið þið að hafi verið margar stelpur þarna?

Þrjár.

Maður veltir fyrir sér hver útdeili sjálfstrausti meðal ungs fólks á tónlistarbraut. Sá gefur lítið fyrir ályktanir jafnréttisráðs.

Spes. En allavega. Hljómsveit sonar míns komst áfram, klapp klapp.

1 ummæli:

Sonurinn sagði...

til gamans má samt geta að þetta ár unnu Samaris sem inniheldur tvær stelpur (af þremur meðlimum) og hefur þessi hljómsveit notið þónokkurrar velgengni