miðvikudagur, mars 23, 2011

FA

Augnabliks veikleiki og fésbúkskrattinn stekkur til. Í gærkvöld féllu varnir og ég bað Hjálmar um að lesa fyrir mig girnilegan kommentahala hjá henni Þórdísi. Ölvun snjallyrðanna dugði halann á enda, en svo steyptist skömmin yfir eins og flögrandi kalkúnn.

Ég mun verða staðföst. Ég skal.

Það versta var að Hjálmar skrifaði status um að ég hefði fallið í freistni.

Engin ummæli: