Hér þarf að taka til. Það þýðir ekki að yfirgefa Eyjuna í fússi og fara svo ekki lengra en inn í ruslakompu. Er ekki viss hvort ég nenni að halda úti tveimur bloggum en langar samt að pimpa þetta gamla hró upp. Það er ekki hægt án þess að tapa öllum athugasemdum, sem eru mörg þúsund talsins og hver annarri betri (af því að lesendur mínir eru svo gáfaðir).
Kommentajálkurinn gamli, Haloscan, varð fyrir fjandsamlegri yfirtöku viðrinis sem kallast Js-Kit Echo (alveg vonlaust fyrirbæri). Til að bæta gráu ofan á svart heimta þessir Echobjánar pening fyrir "þjónustuna". Bölvaðir kapitalistar sem kunna ekki að skammast sín.
Svoleiðis er það nú. Úr fyrsta spenanum kemur undanrenna.
1 ummæli:
Næsta mál á dagskrá er að fara yfir krækjurnar hægra megin ;)
*knùz*
Skrifa ummæli