Jæja. Kallbeyglan sem ég bý með á afmæli í dag og var ég búin að undirbúa allskonar sniðugheit handa honum. M.a. bauð ég í sprenghlægilegan veiðimanna-brandarabol á Ebay fyrir u.þ.b. mánuði og var hann sleginn mér sem hæstbjóðanda.
Í fyrradag skilaði þetta sér loksins í hús, ég laumaðist spennt með pakkann inn í herbergi til að skoða. Það næsta sem ég gerði var að skrifa reiðilegt bréf til seljandans.
Í pakkanum var bolurinn á myndinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli