mánudagur, ágúst 03, 2009

Sumarmatur

Stend á blístri eftir máltíð kvöldsins. Sjávarréttapítsa með rúkola, nýrifnum parmesan og hvítlauksolíu.
Í eftirrétt voru ábrystir með kanilsykri og mjólk. Ég er, að eigin mati, miklu flottari kokkur en Rachel Ray (efast um að hún hafi fengið brodd í Kolaportinu).
Sumarfríið mitt er búið að vera leti, át, lestur, hangs, át og hjólatúrar í blessaðri blíðunni. Ekki yfir neinu að kvarta.* Myndin hér að neðan var tekin í Nauthólsvík í dag, svona er veðrið alltaf á Íslandi.
Ég hef frá svo mörgu að segja. Ó, já. Hafið þið smakkað salat með grænsápubragði?


*Nema útrásardrulluháleistunum, þáttum um bresku konungsfjölskylduna, kvefinu, bönkunum, því að ég komst ekki á tónleika Ljótu hálfvitanna í gærkvöld (uppselt), eigin skavönkum og annarra, reykingum og óréttlæti heimsins.

Engin ummæli: