miðvikudagur, ágúst 19, 2009

Ekki gleypa tyggjó

Hræðilegar aukaverkanir!

Þessa myndskreyttu viðvörun fékk ég senda í pósti í dag og kannski er ég síðasta mannveran á Íslandi til að sjá hana, en get samt ekki annað en deilt þessu með ykkur. Af því að þið eruð þið.

Var að horfa á fréttir Stöðvar tvö, þar sem beðist var afsökunar á vægast sagt ömurlegum fréttaflutningi í gær. Lágmarks kurteisi. Fannst annars spaugileg fréttin um mýsnar tvær sem fundust á svölum fjölbýlishúss í bænum, sérstaklega þegar fréttakona Stöðvar tvö leit þungbrýnd inn í myndavélina, lagði hönd á húsvegginn og sagði alvöruþrungnum róm: Hér á bakvið þessa klæðningu gæti allt verið iðandi af músum.

Engin ummæli: