miðvikudagur, ágúst 12, 2009

Netkeröld

Mér þykir býsna gaman að skoða gamlar auglýsingar, sem e.t.v. ber lágmenningarlegu upplagi mínu vitni. Rakst á þessar í tímaritinu Konan og heimilið, handbók heimilisins 1969 og finnst þær báðar svo fallegar og aðlaðandi.
Einu hef ég velt fyrir mér, talandi um horfna tíma og fagureygðar ýsur. Hvað verður um Facebook-síðu manneskju sem deyr, þ.e. þegar aðstandendur komast ekki inn til að eyða síðunni (lykilorð farin yfir í sælli veröld)? Er fullt af dánu fólki á fésbók? FB er erlent og fjarlægt apparat og varla tengt þjóðskrá. Það hlýtur að sama skapi að vera til hellingur af bloggsíðum látinna. Undarleg tilhugsun að menn haldi áfram að sveima um netheima þótt þeir séu komnir undir græna torfu.

Held þetta komist næst martröð minni um eilíft líf.

Engin ummæli: