föstudagur, ágúst 14, 2009

Áhættuhegðun húsmæðra

Held að ástand þjóðmála sé að leiða mig út í áhættuhegðun. Fór um daginn í leiðangur til að pumpa lofti í dekkið á hjólinu mínu og valdi blákalt til þess vafasama bensínstöð, þessa þarna rétt hjá Umferðarmiðstöðinni, en þar skilst mér dópsalar iðki sitt díl í öðrum hverjum bíl (gott ef hvíti bletturinn á myndinni er ekki niðursullað amfetamín).

Reyndar komst ég svo að því að ég get hvergi pumpað í hjólið, því ventlarnir passa ekki við neinar loftslöngur. Prófaði eitthvert millistykki sem gekk ekki heldur. Neyddist því til að notast við gamaldags pumpu og sterka upphandleggsvöðva kærastans *andvarp*.

Ég er búin að vera lasin og hálflasin í heilan mánuð, hóstandi og snörlandi. Fékk sýklalyf um daginn, kláraði þann (10 daga) skammt og svo skrifaði doksi upp á annan kúr fyrir mig í morgun. Ég ákvað að leysa það sýklalyf ekki út, átti að borga 10 þúsund kall fyrir töflur og sprei. Sleppti töflunum og er sannfærð um að kroppurinn lemur á þessari pest. Fyrir rest.

Mig langar í berjamó.

Engin ummæli: