mánudagur, apríl 13, 2009

Viva Islandia
Í svona veðri er varla hægt annað en að vera glaður. Gengum á Trölladyngju, finnst miklu skemmtilegra að ganga á hana en á Keili. Matti minn skokkaði þetta léttilega með okkur, enda lítið mál að vera sprækur þegar maður er seytján ára.

Ég komst að því í þessari ferð að Hjálmar er afar óþolinmóður og hneigist til rallaksturs á hæfilega vondum vegum. Maðurinn er hreinlega viðþolslaus ef hann lendir á eftir hægfara ökutæki. Hélt á tímabili að hann ætlaði að berja gamla konu undir stýri, jafnvel með stýrinu. Svo blótar hann reiprennandi á spænsku. Extraño.

Páskafríið hefur liðið allt of fljótt og ég er enn með súkkulaðisvima sem blandast gleðivímunni í ljúfu hanastéli.

Engin ummæli: