laugardagur, apríl 25, 2009

Brauðtertumaraþon

Haddigúmm í haugasjó hvað ég er þreytt. Búin að smyrja 40 þús flatbrauðssneiðar, baka tertur, búa til fjall af döðlunammi, skúra, fægja, þrífa, dusta, fela drasl undir öllum rúmum, fá lánaða stafla af stólum, tertuspöðum, glösum, kökugöfflum og ég veit ekki hverju. Búin að ráða einleikara á píanó (Matthías Pétursson) og Pío míó tríóið til að skemmta gestum. Svo er fermingin náttúrlega þannig tímasett að veislugestir geta skrafað um pólítík án þess að rífa hver annan á hol. Skyldi maður ætla. Það þýðir ekkert að æsa sig daginn eftir kosningar.

Hjálmar hljóp hálft maraþon í morgun og vatt sér síðan beint í brauðtertugerð (rólegan æsing, hann fór í sturtu áður). Mikið assgoti sem hann er flinkur með mæjónesið, maður fær bara í hnén.

En nú ætla ég að vera slök. Oommmmm...

Engin ummæli: