mánudagur, apríl 27, 2009

Molar og teygjur

Lost er í sjónvarpinu, þar á fólk við feiknamikil vandamál að stríða. Flókin, og að því er virðist, óleysanleg. Jafvel Ísland er skárra pleis en Losteyjan.

Talandi um tey(g)jur. Ég fékk mjög fyndinn póst um kínverskar hárteygjur búnar til úr notuðum smokkum. Í bréfi þessu voru fleiri upphrópunarmerki en í meðaltalbólu hjá Ástþóri M.: "EF þú átt dætur, frænkur eða þekkir einhvern sem á ....LESTU VEL!!!!!!!!!!!!!!. "

Talandi um talbólur. Yngri sonurinn er að filma stuttmynd með vinum sínum og sá eldri er að læra. Hjálmar fór út að hjóla, hann er með ofnæmi fyrir sjónvarpi. Húsið mitt lekur og það var keyrt á bílinn minn um daginn.

Ég er komin með kransakökusjúkdóm vegna ofneyslu marsipanmassa. Einkenni eru sundurleysi. Lækningin er að mér skilst sú að borða enn meiri kransaköku. Líkt læknar líkt.

Mér finnst að dagurinn eftir fermingarveislu eigi að vera lögboðinn frídagur.

Engin ummæli: