miðvikudagur, september 05, 2007

Táfegurð og rósir

Þegar ég blogga lítið og sjaldan merkir það ýmist að mér líði óvenju vel eða óvenju illa. Getur verið hvort tveggja í senn eða til skiptis eftir atvikum. Ég er atóm á fleygiferð.

Ef myndavélin mín væri ekki ónýt mundi ég setja hér inn tvær myndir. Aðra af fagursköpuðu, vel snyrtu og rauðlökkuðu tánum mínum. Hina af dásamlegu eldrauðu rósunum sem mér voru gefnar á laugardaginn.

Ljósið hrekur skuggann á brott.

Engin ummæli: