sunnudagur, september 09, 2007

Eðalnördar


"Strákarnir okkar" lönduðu titlinum þriðja árið í röð - Norðurlandameistarar grunnskólasveita. Til hamingju Ísland!

Strákarnir urðu í 2. sæti á sterku Evrópumóti fyrr í sumar, þetta eru hörkuskákmenn. Nánar má lesa um afrek piltanna hjá Pétri, sem þykist auðvitað eiga eitthvað í þessu öllu saman. Ég er svooooo montin af Matta mínum, enda er hann vönduð manneskja en slíka einkunn fengu ekki margir hjá henni ömmu minni sálugu, og fá ekki heldur hjá henni baun.

Matti er nýorðinn MH-ingur, fetar þar í fótspor systur sinnar. Býst við að hann eigi eftir að tefla eina og eina skák fyrir Hamrahlíðina. Skák er töff og ég er stolt mamma:)

Engin ummæli: