fimmtudagur, september 27, 2007

Afmæli og mörk sem takandi er á

Hún á afmæli í dag - dóttir mín Ásta Heiðrún Elísabet. Efnafræðistúdent og klarinettuleikari. Lífskúnstner og ljóðskáld. Hef alltaf verið stolt af móðurbetrung þessum og haft fulla ástæðu til:)

Í leikfiminni í dag fórum við í fótbolta og ég skoraði tvö glæsileg mörk. Reyndar voru þetta sjálfsmörk - við litlar vinsældir liðsfélaga minna. Hæfileikar mínir hljóta að liggja annars staðar. Oh, well.

Engin ummæli: