Áðan fékk ég mangótjöttnei í augað. Mæli ekki með því.
*Engin dýr sköðuðust við gerð þessarar myndar.
sunnudagur, september 30, 2007
föstudagur, september 28, 2007
You Should Be Dancing~Travolta Takes Over The Dance Floor
Mér finnst voða fáir karlmenn í dag tjá sig á þennan hátt. Ég velti fyrir mér ástæðunni. Eru menn feimnir? Eða er fótamennt landsmanna áfátt?
Hér kreistir baun enn eitt kraumandi kýlið.
fimmtudagur, september 27, 2007
Afmæli og mörk sem takandi er á
Hún á afmæli í dag - dóttir mín Ásta Heiðrún Elísabet. Efnafræðistúdent og klarinettuleikari. Lífskúnstner og ljóðskáld. Hef alltaf verið stolt af móðurbetrung þessum og haft fulla ástæðu til:)
Í leikfiminni í dag fórum við í fótbolta og ég skoraði tvö glæsileg mörk. Reyndar voru þetta sjálfsmörk - við litlar vinsældir liðsfélaga minna. Hæfileikar mínir hljóta að liggja annars staðar. Oh, well.
Í leikfiminni í dag fórum við í fótbolta og ég skoraði tvö glæsileg mörk. Reyndar voru þetta sjálfsmörk - við litlar vinsældir liðsfélaga minna. Hæfileikar mínir hljóta að liggja annars staðar. Oh, well.
þriðjudagur, september 25, 2007
Grænmeti er hollt umræðuefni
Sá einhver þáttinn á RÚV í gærkvöld um mataræði, meltingu, ristruflanir, vindgang og fleira áhugavert? Á kaffistofunni í dag reyndi ég að útskýra hvílík snilld þessi þáttur hefði verið, hló mig skakka þegar ég lýsti prumpubuxum og leiðslum upp í vængi sem söfnuðu gasi (vindgangur konunnar nam 3 lítrum, en karlsins 3,3 lítrum yfir daginn). Kom líka fram að hrár hvítlaukur er góður til að laga ristruflanir og að trukkabílstjórar eru mjög lengi að melta fæðuna (sem þýðir að þeir fara sjaldan á klóið). Fékk þetta velþekkta augnaráð vinnufélaganna, sambland af þolinmæði og umhyggju. Bregður líka fyrir stöku áhyggjuhrukku þegar ég ræði hugðarefni mín fjálglega og skelli mér á lær.
En sumsé, innblásin af því hvað grænmeti er hollt (kom fram í þættinum) trítlaði ég til bóndans í sveitinni og birgði mig upp af hollmeti. Takið eftir dökkfjólubláu gulrótunum - nýtt afbrigði, svaka gott. Standa samt varla undir nafni.
En sumsé, innblásin af því hvað grænmeti er hollt (kom fram í þættinum) trítlaði ég til bóndans í sveitinni og birgði mig upp af hollmeti. Takið eftir dökkfjólubláu gulrótunum - nýtt afbrigði, svaka gott. Standa samt varla undir nafni.
mánudagur, september 24, 2007
Ne me quitte pas - Nina Simone
Elska þetta lag. Varð steinhissa og galundrandi þegar ég sá myndirnar sem birtast. Skiljið þið eitthvað í þessu?
laugardagur, september 22, 2007
Bónus, geimverur og löng augnhár
Í biðröðinni í Bónus áðan heyrði ég pling og las sms sem fékk mig til að roðna. In a good way.
Matarboð í kvöld. Hlakka til. Óttast að ég skandalíseri. Ef þið heyrið ekkert frá mér næstu daga, þá hef ég:
- Hringt í Ólaf Ragnar og beðið hann um deit
- Drukkið 3 lítra úr Tjörninni og verið lögð inn
- Gengið í hjónaband við landlausan Pólverja af því að ég vorkenndi honum svo mikið. Og af því að hann var með brún augu og löng augnhár
- Haft ólögmæt þvaglát á almannafæri
- Smsað Dorrit og beðið hana um deit
- Verið numin á brott af geimverum (næsta færsla þá úr alienspot.space).
fimmtudagur, september 20, 2007
Hávær fögn og andfögn
Um daginn nennti ég ekki út í búð að kaupa brauð, þótt það vantaði sárlega í kotið. Þá bakaði ég bara brauð. Var ég löt?
Oft, eftir vinnu, nenni ég ekki út úr húsi. Gæti því aldrei orðið félagsmálatröll, bartender eða innbrotsþjófur.
Fór í badminton áðan og var í þvílíku banastuði að mörg ný (og fögur) fögn urðu til. Öll rækilega hljóðskreytt. Einnig brutust fram allnokkur þokkafull....andfögn...? Hvað kallast það þegar maður kastar sér organdi í gólfið, eftir misheppnaða sendingu? Eða þegar maður rífur bolinn utanaf sér og froðufellir? Eða þegar maður brýtur spaðann á enni andstæðingsins? Andfögn. Segjum það.
Lifið lengi og blómstrið.
Oft, eftir vinnu, nenni ég ekki út úr húsi. Gæti því aldrei orðið félagsmálatröll, bartender eða innbrotsþjófur.
Fór í badminton áðan og var í þvílíku banastuði að mörg ný (og fögur) fögn urðu til. Öll rækilega hljóðskreytt. Einnig brutust fram allnokkur þokkafull....andfögn...? Hvað kallast það þegar maður kastar sér organdi í gólfið, eftir misheppnaða sendingu? Eða þegar maður rífur bolinn utanaf sér og froðufellir? Eða þegar maður brýtur spaðann á enni andstæðingsins? Andfögn. Segjum það.
Lifið lengi og blómstrið.
þriðjudagur, september 18, 2007
Málið er ekki dautt
Ég vinn á heilbrigðisstofnun. Les stundum læknaskýrslur. Læknar leitast við að hafa orðalag sitt nákvæmt sem er auðvitað til eftirbreytni. Þeir tala t.d. ekki um hendur og fætur, heldur ganglimi og griplimi.
Mér finnst þetta til fyrirmyndar og ætla nú að sýna fram á hversu auðvelt er að flétta svona minniháttar orðalagsbreytingar inn í daglegt líf sauðsvarts almúgans.
Innbrotsþjófurinn tók til ganglimanna þegar lögreglan reyndi að hafa griplimi í hári hans.
Jón og Gunna áttu ganglimum fjör að launa.
Tekið var griplimahófskennt úrtak úr þjóðskrá.
Þeir heilsuðust með griplimabandi.
Drífðu þig á ganglimi, letihaugur!
Gamla konan reyndi að bera griplim fyrir höfuð sér.
Seðlabankastjórar ruku upp til griplima og ganglima við fréttir af því að ganglimur gæti verið fyrir því að vaxtahækkanir væru griplimónýtar efnahagsaðgerðir.
Og svo þessi sálmlingur sem skartar málvillu sem nú er hægt að laga (reyndar á kostnað rímsins):
Leiddu minn litla griplim
ljúfi Ésús þér ég sendi...
Beinum öll sjónlimum að þessari staðreynd: Á meðan málið breytist, er það ekki dautt.
Mér finnst þetta til fyrirmyndar og ætla nú að sýna fram á hversu auðvelt er að flétta svona minniháttar orðalagsbreytingar inn í daglegt líf sauðsvarts almúgans.
Innbrotsþjófurinn tók til ganglimanna þegar lögreglan reyndi að hafa griplimi í hári hans.
Jón og Gunna áttu ganglimum fjör að launa.
Tekið var griplimahófskennt úrtak úr þjóðskrá.
Þeir heilsuðust með griplimabandi.
Drífðu þig á ganglimi, letihaugur!
Gamla konan reyndi að bera griplim fyrir höfuð sér.
Seðlabankastjórar ruku upp til griplima og ganglima við fréttir af því að ganglimur gæti verið fyrir því að vaxtahækkanir væru griplimónýtar efnahagsaðgerðir.
Og svo þessi sálmlingur sem skartar málvillu sem nú er hægt að laga (reyndar á kostnað rímsins):
Leiddu minn litla griplim
ljúfi Ésús þér ég sendi...
Beinum öll sjónlimum að þessari staðreynd: Á meðan málið breytist, er það ekki dautt.
mánudagur, september 17, 2007
Varúð, gumpáreiti í grennd
fimmtudagur, september 13, 2007
Brjóttu tungu, brostu blítt...
Voldemort moldvarpa...
Hundrað hundar...
Svifflugfélag Íslands...
Fljóð í snjóflóði...
Þríbreið blábrún brúar...
Barbara Ara bar Ara araba bara rabbabara.
Förðun uppveðraðrar morðtrylltrar galdranornar er varla moldviðrisins virði.
Hundrað hundar...
Svifflugfélag Íslands...
Fljóð í snjóflóði...
Þríbreið blábrún brúar...
Barbara Ara bar Ara araba bara rabbabara.
Förðun uppveðraðrar morðtrylltrar galdranornar er varla moldviðrisins virði.
Skákvísa
Fallega spillir frillan skollans öllu,
frúin sú sem þú ert nú að snúa.
Heiman laumast hrum með slæmu skrurni,
hrók óklókan krókótt tók úr flóka.
Riddarinn studdur reiddist lyddu hræddri,
réði vaða með ógeð að peði.
Biskupsháskinn blöskraði nískum húska,
í bekkinn gekk sá hvekkinn þekkir ekki.*
Kunnið þið fleiri?
*fann þessa á netinu, höfundar ekki getið.
þriðjudagur, september 11, 2007
Eru bloggarar með fjólubláan heila?
Your Brain is Purple |
Of all the brain types, yours is the most idealistic. You tend to think wild, amazing thoughts. Your dreams and fantasies are intense. Your thoughts are creative, inventive, and without boundaries. You tend to spend a lot of time thinking of fictional people and places - or a very different life for yourself. |
Fann þetta djúpa próf hjá Hörpu J. Hún er líka með fjólubláan heila. Merkilegt. Hvernig væri að frónskir tölvunerðir tækju sig til og byggju til rammíslenskt próf, t.d. hvaða hetja úr Íslendingasögunum ert þú? Hvaða rótarávöxtur ert þú? Hvaða stjórnmálamaður ert þú? Hvaða glímukappi ert þú? Hvaða biskup ert þú? Hvaða þorramatur ert þú?
sunnudagur, september 09, 2007
Eðalnördar
"Strákarnir okkar" lönduðu titlinum þriðja árið í röð - Norðurlandameistarar grunnskólasveita. Til hamingju Ísland!
Strákarnir urðu í 2. sæti á sterku Evrópumóti fyrr í sumar, þetta eru hörkuskákmenn. Nánar má lesa um afrek piltanna hjá Pétri, sem þykist auðvitað eiga eitthvað í þessu öllu saman. Ég er svooooo montin af Matta mínum, enda er hann vönduð manneskja en slíka einkunn fengu ekki margir hjá henni ömmu minni sálugu, og fá ekki heldur hjá henni baun.
Matti er nýorðinn MH-ingur, fetar þar í fótspor systur sinnar. Býst við að hann eigi eftir að tefla eina og eina skák fyrir Hamrahlíðina. Skák er töff og ég er stolt mamma:)
laugardagur, september 08, 2007
Nina Simone - If You Knew
Það rignir. Ég keypti mér disk með Ninu Simone og hef hlustað dolfallin á hana í allan dag. Lærði á youtube. Var ég búin að segja að það rignir?
Brauð, ristardraumur og tojtoj
Svona af því að ég var að fá nýja myndavél í stað þeirrar sem datt í gólfið og eyðilagðist, þá er ég í myndastuði og hér fáið þið að sjá morgunmatinn. Ristað brauð með krukku-súkkulaði, epli og bergmyntu. Yndislegt kaffi með og maður smælar allan daginn.
Búin að skokka með vinum mínum í Rammstein. Makalaust hvað þeir toga mig áfram. Hvernig væri að stefna að eiginhandaráritun söngvarans (eða trommarans) á ristina? Væri stíll yfir því.
Svo er gaman að segja frá því að Matta mínum og skáksveit Laugalækjarskóla gengur þrælvel að tefla í Finnlandi, en þeir eru í efsta sæti á Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák. Tvær umferðir eftir og ef þeim gengur áfram allt í haginn, verða þeir Norðurlandameistarar þriðja árið í röð. Ekkert í höfn, en toj toj til strákanna í Lavia!
Búin að skokka með vinum mínum í Rammstein. Makalaust hvað þeir toga mig áfram. Hvernig væri að stefna að eiginhandaráritun söngvarans (eða trommarans) á ristina? Væri stíll yfir því.
Svo er gaman að segja frá því að Matta mínum og skáksveit Laugalækjarskóla gengur þrælvel að tefla í Finnlandi, en þeir eru í efsta sæti á Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák. Tvær umferðir eftir og ef þeim gengur áfram allt í haginn, verða þeir Norðurlandameistarar þriðja árið í röð. Ekkert í höfn, en toj toj til strákanna í Lavia!
Kaldar hendur, hlýtt hjarta
Ég þekki góðar manneskjur. Og þá meina ég góðar ekki sem skammaryrði, heldur fólk sem gefur af sér hlýju, samkennd og nærir sálina. Manneskjur sem heyra og sjá. Ég er fordekruð prinsessa þegar kemur að forréttindum í lífinu. Stærstu forréttindin felast í því fólki sem ég er svo fáránlega lánsöm að geta kallað börnin mín, vini mína, fjölskyldu mína.
Þegar ég mætti til vinnu í gær voru mér gefnir þessir vettlingar. Samstarfskona mín prjónaði þá handa mér. Hef aldrei á ævinni séð jafn fallega vettlinga, enda er þessi vinkona mín snillingur í höndunum og kann þá list að prjóna úr fágætu efni. Hjartagæsku.
Þegar ég mætti til vinnu í gær voru mér gefnir þessir vettlingar. Samstarfskona mín prjónaði þá handa mér. Hef aldrei á ævinni séð jafn fallega vettlinga, enda er þessi vinkona mín snillingur í höndunum og kann þá list að prjóna úr fágætu efni. Hjartagæsku.
fimmtudagur, september 06, 2007
Húðlit sálarkeröld
Í dag var ég rifin niður í öreindir. Af fagmanni. Að því loknu var kantstykkjunum púslað saman, en restin liggur í húðlitum kassa. Muniði þegar þið fenguð nýja vaxliti - hvað húðliturinn var ljótur og hve vel hann entist? Og svo var hann ekki líkur neinni húð. Maður átti stafla af heilum húðlitum og hvítum vaxlitum og urmul gulra, rauðra og blárra stubba. Bréfið löngu rifið af.
Fékk að heyra enn eina ferðina að ég væri "of góð". Er einhvers staðar hægt að losa sig við þennan andskota - skyldi Sorpa taka við meintri góðmennsku minni? Það væri þá hægt að selja hana með öðru fánýti og kitsi. Ef einhver hirðir það góða hlýtur það að vera Góði hirðirinn.
Las skemmtilega lýsingu á feitum kalli í bók. Hann var ekki með mitti, heldur miðbaug. Og nú er ég farin að gera grín að holdafari fólks. Versnandi baun er best að lifa.
Fékk að heyra enn eina ferðina að ég væri "of góð". Er einhvers staðar hægt að losa sig við þennan andskota - skyldi Sorpa taka við meintri góðmennsku minni? Það væri þá hægt að selja hana með öðru fánýti og kitsi. Ef einhver hirðir það góða hlýtur það að vera Góði hirðirinn.
Las skemmtilega lýsingu á feitum kalli í bók. Hann var ekki með mitti, heldur miðbaug. Og nú er ég farin að gera grín að holdafari fólks. Versnandi baun er best að lifa.
miðvikudagur, september 05, 2007
Táfegurð og rósir
Þegar ég blogga lítið og sjaldan merkir það ýmist að mér líði óvenju vel eða óvenju illa. Getur verið hvort tveggja í senn eða til skiptis eftir atvikum. Ég er atóm á fleygiferð.
Ef myndavélin mín væri ekki ónýt mundi ég setja hér inn tvær myndir. Aðra af fagursköpuðu, vel snyrtu og rauðlökkuðu tánum mínum. Hina af dásamlegu eldrauðu rósunum sem mér voru gefnar á laugardaginn.
Ljósið hrekur skuggann á brott.
Ef myndavélin mín væri ekki ónýt mundi ég setja hér inn tvær myndir. Aðra af fagursköpuðu, vel snyrtu og rauðlökkuðu tánum mínum. Hina af dásamlegu eldrauðu rósunum sem mér voru gefnar á laugardaginn.
Ljósið hrekur skuggann á brott.
sunnudagur, september 02, 2007
Rammir eyrnasteinar
Ég er alltaf að fá frábærar viðskiptahugmyndir, ef ekki stórkostlegar. Baun er í raun vannýtt auðlind í viðskiptalífinu. Nýjasta er þessi: Íþróttavörubúðir setji upp rekka við hliðina á spandex hlaupagöllunum og hlaupaskónum. Í þennan rekka skal setja hlaupatónlist.
Áður hljóp ég með Bonnie Tyler, komst aldrei langt á því. Alltaf að skima eftir hetjunni, það tafði fyrir.
Nú er ég búin að finna bestu, langbestu hlaupatónlistina. RAMMSTEIN. Hleyp lengra, hraðar með Rammsteina í eyrum. Benzin. Mann gegen mann. Rosenrot. Stirb nicht vor mir. Og topplagið, sem lætur kraft úr iðrum jarðar hríslast upp iljarnar og maður hleypur eins og vindurinn: Wo bist du?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)