sunnudagur, júlí 15, 2007

Rán í einmunablíðu

Um daginn langaði mig að sjá út um gluggana og pantaði þartilgerðan gluggaþvottamann. Hann kom, vildi fá 10 þús. kall fyrir verkið og gat ég prúttað verðinu niðrí 7000 sem hann samþykkti með því skilyrði að fá "fast gigg" hjá mér, þrisvar á ári. Dúddinn þvoði gluggana og sendi mér svo reikning upp á 8000 kall. Gott og vel. Svo fór ég í sumarfrí og gleymdi að borga reikninginn sem var með eindaga örfáum dögum eftir að ég fékk hann í pósti. Borgaði bölvaðan reikninginn áðan, eindagi var 12.júlí og upphæðin komin upp í 12000 krónur! 4000 kall í vexti fyrir þriggja daga seinkun!

Er mökkfúl yfir þessari ósvinnu. Gæti hugsað mér margt skemmtilegra
að gera við peninginn, t.d. fara í rótarfyllingu, styðja kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, fá mér hringi í geirvörturnar, hlusta á panflautur eða setja tvö kíló af tyggjói í hárið á mér.

Engin ummæli: