fimmtudagur, júlí 19, 2007

Hann er til söluNei, ekki Sigurður Flosason, heldur hið kynþokkafulla hljóðfæri sem hann mundar hér af alkunnri snilld. Baun tekur að sér ýmis verk, t.d. að gefa svöngum hljóðfæraleikurum að borða og selja vönduð hljóðfæri. Ber að taka fram að þótt Siggi vinur minn eigi marga saxófóna þá er eigandi þessa tiltekna lúðurs annar.

Alto saxófónninn sem um ræðir er ca. 10 ára gamall, keyptur í Svíþjóð, algerlega ónotaður, í góðum kassa. Þetta er frönsk gæðasmíð, Selmer Super Action Serie II. Topphljóðfæri.

Áhugasamir hafi samband í síma 864 6314, eða sendi mér póst í elisabetar@simnet.is.

Engin ummæli: