Mér er illa við banka. Í mínum huga eru bankar óviðráðanleg hrokaæxli sem settu þjóðina á hausinn. Bankar græða enn á tá og fingri. Mínum fingri og minni tá, þótt milljónirnar sem þeir kroppa af mér þar sem ég hamast við að standa í skilum af glórulausu verðtryggðu okurláni, séu einungis dropi í stóra feita peningatankinn.
Ekkert fyrirtæki kemst með brisið þar sem bankinn hefur halann og klaufirnar þegar kemur að óvinsældum. Nema ef vera skyldi hinir bankarnir. Æ, megi þeir veltast um í aurnum eins og svín.
Ég held bara áfram að hlaupa í hamstrahjólinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli